Bjarki og Magnús til liðs við Stellar Group

Knattspyrnuumboðsmennirnir Bjarki Gunnlaugsson og Magnús Agnar Magnússon, sem hafa undanfarin ár rekið starfsemi sína undir merkjum Total Football, hafa gengið til liðs við Stellar Group-umboðsmannasamsteypuna, sem er sú stærsta í heimi og er með á sínum snærum landsliðsmennina Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfa Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Gareth Bale, svo einhverjir séu nefndir.

Jonathan Barnett, stjórnarformaður Stellar Group og stofnandi umboðsmannaskrifstofunnar, segir að fyrirtækið sé ávallt í leit að nýjum tækifærum fyrir viðskiptavini sína og að stækka tengslanet sitt. „Bjarki og Magnús eru mjög virtir umboðsmenn með ótrúlega þekkingu og gott tengslanet sem mun opna margar dyr fyrir viðskiptavini okkar, sérstaklega unga leikmenn sem eru að reyna að komast inn í evrópsk lið,“ segir Barnett á heimasíðu Stellar Group.

Magnús og Bjarki munu leiða nýja Stellar Nordic-deild fyrirtækisins og vinna framvegis undir þeim merkjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK