Annað félag tengt United silicon gjaldþrota

Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík séð frá sjó
Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík séð frá sjó mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirtækið Kísll III slhf. Hefur verið úrskurðað gjaldþrota með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Fyrirtækið er eitt af móðurfélögum Sameinaðs sílikons, sem var eigandi kísilverksmiðjunnar í Helguvík.

Kísill III var ásamt Kísil Íslands hf. eigandi að 99% af hlutafé í Sameinuðu sílikoni hf., en sá hlutur fór minnkandi með tímanum og um mitt ár 2017 var hluturinn kominn í 67,5% á meðan Arion banki og nokkrir lífeyrissjóðir áttu orðið stóran hlut líka.

Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu er skorað á kröfuhafa félagsins að lýsa kröfum sínum til skiptastjóra, en frestdagur er 28. mars á næsta ári. Verður skiptafundur haldinn 2. desember á þessu ári til að fjalla um kröfuskrá og ráðstöfun á eignum og réttindum búsins.

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/09/18/modurfelag_united_silicon_gjaldthrota/

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK