Langt síðan svona tölur hafa sést

Hundrað var sagt upp hjá Arion banka í gær.
Hundrað var sagt upp hjá Arion banka í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er langt síðan við höfum séð svona tölur,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, um hópuppsagnir sem eru orðnar fleiri í ár en síðasta ár.

Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Þar kom fram að rúmlega átta hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum frá áramótum.

Fólk sem missti vinnuna þegar WOW air fór á hausinn í mars, um ellefu hundruð manns, er ekki talið með.

Unnur á von á því að atvinnuleysistölur fari hækkandi og býst við því að samdráttarskeiðinu sé ekki lokið.

„Við erum á sam­drátt­ar­skeiði, þannig að það er þyngra fyr­ir fólk að finna vinnu. Það er ekki kreppa en það hef­ur fjölgað fólki hérna á at­vinnu­leys­is­skrá síðasta árið, al­veg um eitt pró­sent,“ sagði Unnur við mbl.is í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK