Vefsíðu WOW air breytt

WOW air númer tvö mun væntanlega hefja sig upp í …
WOW air númer tvö mun væntanlega hefja sig upp í skýin bráðlega. mbl.is/Hari

Vefsíðum WOW air, wowair.com og wowair.is, hefur verið breytt. Þar er nú einungis að finna kennimerki WOW air og ekki hægt að fara neitt lengra en á forsíðu.

Áður var á forsíðunni frétt um fall WOW air og upplýsingar um það hvert fólk ætti að snúa sér. Sú forsíða blasti við þegar vefurinn var opnaður síðastliðinn miðvikudag. 

Bréfið sem var á forsíðu wowair.com og wowair.is.
Bréfið sem var á forsíðu wowair.com og wowair.is. skjáskot/web.archive

Líklegt verður að teljast að núverandi eigandi vefsíðu WOW air, US Aerospace Associa­tes LLC sem stendur að endurreisn WOW air, standi að baki breytingunum. 

Nýtt flugfélag, WOW 2, mun hefja sig til flugs um miðjan októ­ber. ViðskiptaMogginn greindi fyrir því á miðvikudag að samkvæmt heimildum hans væri unnið að endurreisn vefs og bókunarvélar WOW air. 

Sú vinna virðist hafin, ef marka má breytingarnar á vefsíðu WOW air. 

Vefsíða WOW air eins og hún er þessa stundina.
Vefsíða WOW air eins og hún er þessa stundina. skjáskot/WOW air

Eins og áður hef­ur komið fram er það at­hafna­kon­an Michele Roosevelt Edw­ards, stjórn­ar­formaður US Aerospace Associa­tes LLC, sem stend­ur að end­ur­reisn WOW, en hún hef­ur fest kaup á flug­tengd­um eign­um úr þrota­búi flug­fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK