450 þúsund bílaeigendur í mál við Volkswagen

Málaferlin hófust formlega í morgun þegar fyrstu yfirheyrslur fóru fram …
Málaferlin hófust formlega í morgun þegar fyrstu yfirheyrslur fóru fram í Braunschweig í Neðra-Saxlandi, aðeins um þrjátíu kílómetra frá höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg. AFP

Fyrsta hópmálsóknin í Þýskalandi hefur litið dagsins ljós þar sem 450.000 eigendur Volkswagen-dísilbíla hafa höfðað mál á hendur Volkswagen. Eigendurnir, sem eru langflestir þýskir, krefjast bóta vegna hugbúnaðar sem fyrirtækið notaði til að svindla á mæl­ing­um á út­blæstri VW-bif­reiða. 

Hneykslið hefur nú þegar kostað Volkswagen um 30 milljarða evra, eða sem nemur rúmum fjórum billjónum króna, sökum bóta, sekta og málskostnaðar. Þá hafa þrír stjórn­end­ur hjá Volkswagen, tveir nú­ver­andi og einn fyrr­ver­andi, verið ákærðir fyr­ir markaðsmis­notk­un í tengsl­um við út­blást­urs­s­vindl fyr­ir­tæk­is­ins. 

Útblást­urs­hneykslið leit dags­ins ljós í sept­em­ber 2015 þegar for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins viður­kenndu að búið væri að setja sér­stak­an hug­búnað í rúm­lega 600.000 bif­reiðar, sem voru seld­ar í Banda­ríkj­un­um, sem gerðu þeim kleift að falsa niður­stöður í út­blást­urs­próf­ana. Það kom svo í ljós að þenn­an búnað var að finna í millj­ón­um bif­reiða víða um heim, en búnaðinum var komið fyr­ir á milli ár­anna 2009 og 2015. 

Málsóknin á sér engin fordæmi í Þýskalandi en bandalag neytendasamtaka í Þýskalandi (VZBV) standa að henni. 

Málaferlin hófust formlega í morgun þegar fyrstu yfirheyrslur fóru fram í Braunschweig í Neðra-Saxlandi, aðeins um þrjátíu kílómetra frá höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg. Búist er við að málaferlin taki nokkur ár.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK