Máni nýr framkvæmdastjóri Gamma

Gamma er dótturfélag Kviku, en nú stendur yfir endurskiptulagning á …
Gamma er dótturfélag Kviku, en nú stendur yfir endurskiptulagning á rekstrinum. mbl.is/Árni Sæberg

Valdimar Ármann hefur látið af störfum sem forstjóri Gamma, dótturfélags Kviku banka og hefur stjórn félagsins ráðið Mána Atlason sem framkvæmdastjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Kvika keypti Gamma í mars á þessu ári og hefur verið unnið að endurskipulagningu síðan. Tilkynnt var í byrjun september að sameina ætti eigna- og sjóðastýringastarfsemi samstæðunnar í einu dótturfélagi. Færa eigi eignastýringu Kviku í Júpíter rekstrarfélag og sameina svo Gamma og Júpíter.

Samhliða þessari vinnu hefur hins vegar komið í ljós að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma; GAMMA: Novus og GAMMA: Anglia, er umtalsvert verri en gert hafði verið ráð fyrir. Hefur skráð gengi þeirra verið lækkað sem því nemur.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að lækkun á gengi sjóðanna hafi ekki áhrif á áætlaða afkomu Kviku á þessu ári.

Valdimar Ármann, hefur látið af störfum sem forstjóri Gamma.
Valdimar Ármann, hefur látið af störfum sem forstjóri Gamma. mbl.is/Kristinn Magnússon

Máni Atlason hefur lokið BA- og MA-prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað á lögfræðisviði Kviku frá árinu 2015, auk þess að vera lögmaður og ritari stjórnar Júpíters. Áður starfaði Máni hjá LOGOS lögmannsþjónustu í Reykjavík og London. Hann er með lögmannsréttindi og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK