Óbreyttir vextir eða lækkun á miðvikudaginn

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri mun kynna ákvörðun peningastefnunefndar á miðvikudaginn.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri mun kynna ákvörðun peningastefnunefndar á miðvikudaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Greiningardeild Íslandsbanka og hagdeild Landsbankans hafa birt spár sínar vegna vaxtaákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabankans á miðvikudaginn. Íslandsbanki spáir óbreyttum vöxtum í þetta skiptið, þó að bankinn telji að vaxtalækkunarferli Seðlabankans sé ekki lokið og að fyrir áramót verði vextir allavega lækkaðir einu sinni. Landsbankinn telur hins vegar að Seðlabankinn muni lækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig.

Í rökstuðningi sínum segir hagdeild Landsbankans að flest bendi til frekari lækkunar vaxta. Þannig hafi seðlabankastjóri talað fyrir frekari lækkunum skapist til þess réttar aðstæður og þá hafi verðbólga hjaðnað undanfarið og slaki sé farinn að myndast í hagkerfinu. Þá styðji gengisstyrking við frekari lækkun vaxta.

Íslandsbanki telur hins vegar að peningastefnunefndin muni vilja staldra aðeins við að svo stöddu og fylgjast með þróun verðbólgu og útkomu kjarasamninga við opinbera starfsmenn. Einnig hvernig haustið fer í ferðaþjónustuna.

Stýrivextir seðlabankans eru núna 3,5%. Í ágúst á síðasti ári voru vextirnir 4,25% og fóru svo hæst í 4,5% frá nóvember í fyrra og til mars á þessu ári þegar byrjað var að lækka þá að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK