Verra útlit hjá TM en spáð var fyrir um

Höfuðstöðvar TM.
Höfuðstöðvar TM. Ljósmynd/Aðsend

Útlit er fyrir að afkoma TM á þriðja ársfjórðungi verði allt að 500 milljónum lakari en spá gerði ráð fyrir. Er það vegna verri afkomu fjárfestingatekna og þróunar á mörkuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TM til Kauphallarinnar.

Samkvæmt afkomuspá sem gefin var út samhliða uppgjöri annars ársfjórðungs var áætlað að fjármagnstekjur og aðrar tekjur félagsins yrðu um 215 milljónir og að hagnaður félagsins fyrir skatta yrði 147 milljónir. Samkvæmt afkomuviðvöruninni er hins vegar gert ráð fyrir að fjárfestingatekjur og aðrar tekjur verði neikvæðar um 225-275 milljónir. Er því samtals um að ræða 440-490 milljónum króna verri afkomu en gert var ráð fyrir upphaflega, sem er talsvert hærri upphæð en ráðgerður hagnaður tímabilsins.

Langstærsti hluti fráviksins skýrist af óvæntri og verulegri niðurfærslu á gengi fasteignasjóðs, en einnig er verri afkoma af hlutabréfum og hlutabréfasjóðum sem skýrist af lækkunum á markaði frá því að spáin var gefin út, segir í afkomuviðvöruninni. Þá er tekið fram að þar sem fjórðungurinn er ekki á enda þá sé enn nokkur óvissa í framangreindum tölum.

Uppgjör þriðja ársfjórðungs verður birt 23. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK