Bragginn fær nýja rekstraraðila

Í tilkynningu á vef HR segir að NH100 ehf. hafi …
Í tilkynningu á vef HR segir að NH100 ehf. hafi nú tekið við rekstrinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bragganum Bistro & Bar í Nauthólsvík hefur verið lokað og hafa nýir aðilar tekið við veitingarekstrinum. Þetta staðfestir Eiríkur Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Háskólans í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Hringbraut greindi fyrst frá lokuninni í gær.

Vonast er til þess að gestir geti að nýju fengið sér að borða á staðnum eftir viku, að sögn Eiríks.

Í tilkynningu á vef HR segir að NH100 ehf. hafi nú tekið við rekstrinum, en fyrri rekstraraðili, Víkin veitingar ehf., sagði upp samningnum í vor.

Nýir rekstraraðilar hyggjast leggja aukna áherslu á að Bragginn verði félagsaðstaða fyrir nemendur HR og munu eiga náið samstarf við Stúdentafélag HR og bjóða upp á fjölbreytta viðburði í samstarfi við nemendur.

NH100 er í eigu sömu aðila og hafa séð um rekstur á Nauðhóli og matsölunni Málinu innan Háskólans í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK