Hertar eiginfjárkröfur settar á Arion banka

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjármálaeftirlitið hefur hert kröfur um eigið fé hjá Arion banka og þarf það nú að vera 0,2 prósentustigum hærra en áður. Er þetta niðurstaða af árlegu mati FME á áhættuþáttum í starfsemi Arion banka, en eftirlitið skoðar kerfislega mikilvæg fyrirtæki í könnunar- og matsferli (e. supervisory review and evaluation preicess, SREP). Þetta kemur fram í tilkynningu Arion banka til Kauphallarinnar.

Niðurstaða ferlisins fyrir Arion banka er að bankinn þarf að viðhalda viðbótareiginfjárkröfu upp á 3,1% af áhættugrunni, en það er 0,2 prósentustiga hækkun frá fyrra mati. Með þessu er heildareiginfjárkrafa bankans, að teknu tilliti til eiginfjárauka, hækkuð úr 19,8% í 20%.

Því til viðbótar hækkaði FME í febrúar kröfur um sveiflujöfnunarauka og tekur sú ákvörðun gildi í febrúar á næsta ári. Að öðru óbreyttu verður eiginfjárkrafan þá komin í 20,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK