Ragnars í loftið í Lundúnum

Ellen Ragnars stofnaði Ragnars árið 2017.
Ellen Ragnars stofnaði Ragnars árið 2017. Ljósmynd/Aðsend

Ragnars er nýr vettvangur á netinu sem gerir fagfólki í stílistaheiminum kleift að koma þjónustu sinni á framfæri. Ellen Ragnars Sverrisdóttir er stofnandi samnefnds fyrirtækis sem sprottið er upp úr Startup Reykjavík viðskiptahraðlinum en Ragnars setti nýlega upp nýja útgáfu af lausninni á vefsíðunni Ragnars.co, fyrir Lundúnamarkað, fyrsta áfangastað fyrirtækisins, þar sem hægt er að velja um yfir 100 tegundir af þjónustu Ragnars. Íslendingar geta þó nýtt sér þjónustuna í gegnum netið eða þegar þeir heimsækja London en hægt er að panta tíma með stuttum fyrirvara.

Ellen segir starf persónulegra stílista ekki vera nýtt af nálinni en að þjónusta þeirra hafi hingað til ekki verið mjög aðgengileg almenningi

„Þetta hefur verið falin þjónusta ætluð efnameiri einstaklingum,“ segir Ellen sem sjálf hefur bakgrunn úr fjármála- og tískugeiranum. „Í fyrri störfum sem ég sinnti erlendis hef ég verið stöðugt á ferðalagi en svo kemur sá tími í lífinu þar sem maður eignast barn og hefur engan tíma og dettur í þetta týpíska fjölskyldumynstur. Þá skiptir ótrúlega miklu máli, sérstaklega í stórborgarvinnuumhverfi þar sem klæðaburður er oft mjög formlegur, að geta leitað sér aðstoðar.“

Lesa má fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK