Þeistareykjavirkjun hlýtur gullverðlaun IPMA

Þeistareykjavirkjun.
Þeistareykjavirkjun. Ljósmynd/Landsvirkjun

Þeistareykjavirkjun, jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar á Norðausturlandi, hefur hlotið gullverðlaun Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga – IPMA Global Project Excellence Award. Eru verðlaunin stærstu verðlaun sem veitt eru í fagi verkefnastjórnunar á heimsvísu og var meginstef verðlaunanna í ár sjálfbærni. 

Virkjunin hlaut verðlaunin í flokknum „Large-Sized Projects“ eða stór verkefni og segir í úrskurði dómnefndar að helstu styrkleika verkefnisins séu framúrskarandi samskipti við hagsmunaaðila á undirbúnings- og framkvæmdastigi, sem og samhentur verkefnishópur „með áherslur á öryggis- og umhverfismál, í anda stefnu Landsvirkjunar um ábyrga nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda með sjálfbærni að leiðarljósi,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun. 

 „Verðlaunin eru mikill heiður fyrir Landsvirkjun og alla þá sem komu nærri Þeistareykjaverkefninu; starfsfólk, ráðgjafa og verktaka, ekki síst í ljósi þess að þema verðlaunanna í ár var sjálfbærni. Það er ánægjulegt að viðleitni okkar til þess að vanda til verka og ganga um náttúruauðlindirnar á sjálfbæran hátt skuli vekja athygli á alþjóðavettvangi, enda er sjálfbær nýting auðlinda eitt mikilvægasta hagsmunamál okkar allra um þessar mundir,“ er haft eftir Herði Árnasyni, forstjóra Landsvirkjunar, í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK