Strandhögg í Kína

Margrét Júlíana Sigurðardóttir, Hilmar Þór Birgisson og Jón Gunnar Þórðarson …
Margrét Júlíana Sigurðardóttir, Hilmar Þór Birgisson og Jón Gunnar Þórðarson frá Mussila heimsóttu höfuðstöðvar Netease í Kína.

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Mussila ehf. hefur samið við NetEase Games, einum stærsta framleiðanda og dreifingaraðila tölvuleikja í Kína, um útgáfu á Mussila tónlistarskólanum þar í landi. _Við höfum markvisst unnið að því að koma Mussila inn á Kínamarkað. Þessi markaður er í miklum og örum vexti og Mussila er að fá þar mjög háa notendaeinkunn og góða spilun. Hins vegar er þetta erfiður markaður að komast inn á og varla hægt að gera það nema í samstarfi við sterkan útgefanda eða dreifingaraðila. Við erum mjög ánægð með að hafa náð þessu samkomulagi við NetEase, fyrirtæki sem hefur aðgengi að hundruð milljóna notenda og er eitt þeirra fyrirtækja sem er leiðandi á þessu sviði. Þetta eru mjög spennandi tímar og við hlökkum til að sjá Mussila í höndum kínverskra barna“.

Þannig mælir Margrét Júlíana Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Mussila ehf, við Morgunblaðið. Samningur Mussila er liður í áformum Mussila um aukna sókn á Asíumarkaði. _Hann er liður í því að auka aðgengi barna að tónlistarkennslu um allan heim. Mussila tónlistarskólinn er nú fáanlegur á 35 tungumálum á App Store og Google Play og það gleður okkur að geta nú loksins tilkynnt að hann er einnig fáanlegur hjá NetEase í Kína,“ segir Margrét.

Gríðarlegir möguleikar

Jón Gunnar Þórðarson, markaðsstjóri Mussila, segir um gríðarlega möguleika að ræða fyrir íslenska sprotafyrirtækið. _Kínamarkaðurinn er risastór og fer ört stækkandi.Í Kína er að finna einn stærsta tölvuleikjamarkað heims og fræðsluleikir eru þar í sérstaklega í mikilli sókn, samhliða aukinni netvæðingu landsins. Streymisveita NetEase, sem opnar í næsta mánuði, er liður í því að skapa öruggara net- og tölvuumhverfi fyrir börn. Í dag eru fleiri en 800 milljónir manna tengd netinu og 98% þeirra eru með farsíma. Gert er ráð fyrir 25 milljónum notanda á þessari nýju streymisveitu og sá fjöldi á að aukast töluvert á næstunni. Með samstarfinu við NetEase opnast fyrir okkur dyr að gífurlega stórum markaði sem er náttúrulega bara stórkostlegt fyrir íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem kennir börnum tónlist og tónfræði,“ segir Jón Gunnar.

NetEase er á meðal stærstu net- og tölvufyrirtækja og sér um dreifingu margra af vinsælustu netleikjum heims í Kína, m.a. Pokemon Go, World of Warcraft og Minecraft. NetEase hefur áður farið í samstarf við íslenskt fyrirtæki en þeir sjá um farsímaútgáfu á Eve Online í samstarfi við CCP.

Lofa fagmennsku

NetEase segir fremur sjaldgæft að finna stafrænt fræðsluefni fyrir börn …
NetEase segir fremur sjaldgæft að finna stafrænt fræðsluefni fyrir börn í sama gæðaflokki og tónlistarskóli Musilla. „Við teljum Musilla gjöfulan og faglegan að innihaldi og þessi tegund gæðaleikja er enn sem komið er fágæt á markaði fyrir stafrænt fræðsluefni fyrir börn.“


Elaine Zhang, yfirmaður á þróunarsviði hjá NetEase, segir að ástæðan fyrir því að Mussila varð fyrir valinu sé sú að stjórnendum finnist efnið vera unnið af mikilli fagmennsku. Það sé fremur sjaldgæft að finna stafrænt fræðsluefni fyrir börn í þessum gæðaflokki. _Við teljum Musilla gjöfulan og faglegan að innihaldi og þessi tegund gæðaleikja er enn sem komið er fágæt á markaði fyrir stafrænt fræðsluefni fyrir börn,“ segir Zhang.

Margrét Júlíana Sigurðardóttir og Hilmar Þór Birgisson og Jón Gunnar Þórðarson frá Mussila fóru ásamt sendinefnd Norrænna leikjaframleiðanda og skoðuðu höfuðstöðvar Netease í Kína í nóvember í fyrra. Var Mussila áberandi á kínversku hátækni- og menningarráðstefnunni sem fram fór um sama leyti í Shenzhen.

Tilurð Mussila forritsins má rekja aftur til ársins 2012 þegar Margrét Júlíana fór að hanna hugmyndina að Mussila og tók þátt í Gulleginu það árið, árið 2014 sameinaði hún og tölvufræðingurinn Hilmar Þór Birgisson krafta sína og saman fengu þau styrk frá Tækniþróunarjóð til þess að þróa hugmyndina á bakvið Mussila tónlistarskólann. Hefur skólinn verið í stöðugri þróun síðan. Hóf sprotafyrirtækið sölu á áskriftarleiðum í maí síðastliðnum og hefur sala þeirra farið fram úr væntingum.

Hróður berst víða

NetEase segir fremur sjaldgæft að finna stafrænt fræðsluefni fyrir börn …
NetEase segir fremur sjaldgæft að finna stafrænt fræðsluefni fyrir börn í sama gæðaflokki og tónlistarskóli Musilla. „Við teljum Musilla gjöfulan og faglegan að innihaldi og þessi tegund gæðaleikja er enn sem komið er fágæt á markaði fyrir stafrænt fræðsluefni fyrir börn.“


Hróður Mussila hefur borist víða og hefur nýjasta uppfærslan vakið sérstaka athygli. Mussila hlaut m.a. á dögunum verðlaun sem besta appið á foreldraverðlaununum í Bandaríkjunum (Parents´Choice Award). Snemma þessa árs sýndi svo NetEase áhuga á að fá umboð fyrir Mussila í Kína og er nú komið að útgáfunni.

Samningur Mussila við stærri og öflugri dreifingaraðila eru í samræmi við áform Mussila um aukna sókn á Asíumarkaði. Hann er liður í því að auka aðgengi barna að tónlistarkennslu um allan heim. Smáforritið kennir börnum í gegnum leik að þekkja fjölda hljóðfæra, lesa nótur og spila lög í gegnum tónlistarnámskeið á frægum verkum. _Námskeiðin fylgja markvissri námsáætlun og geta foreldrar fylgst með árangri barnanna jafnt og þétt. Leiknum hefur verið vel tekið út um allan heim, enda er tónlist alþjóðlegt tungumál. Í maí síðastliðnum hófum við sölu áskriftarleiða og spilarinn gerist þá áskrifandi að tónlistarnámskeiðum á borð við Svanavatnið, Töfraflautuna eða jafnvel afmælissönginn, lærir grunnatriðin í tónfræði og einnig að spila lagið á píano,“ segir Margrét Júlíana.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK