Metopnun hjá Lindex í Danmörku

Lóa og Albert ásamt Daníel Victori, Önnu Sóleyju og Magnúsi …
Lóa og Albert ásamt Daníel Victori, Önnu Sóleyju og Magnúsi Vali.

Lindex opnaði fyrstu verslun sína í Danmörku um helgina. Hún er til húsa í stærstu verslunarmiðstöð Danmerkur – Field's í Kaupmannahöfn. 13.700 komu í verslunina yfir opnunarhelgina, en Albert Þór Magnússon eigandi Lindex á Íslandi, og umboðsaðili Lindex í Danmörku, segir í fréttatilkynningu að um sé að ræða stærstu opnun tískuvörumerkis í sögu Field's.

Þröngt var á þingi inni í versluninni um opnunarhelgina.
Þröngt var á þingi inni í versluninni um opnunarhelgina.

Segir Albert í tilkynningunni að fólk hafi tekið sér stöðu fyrir framan verslunina tveim tímum fyrir tilsettan opnunartíma til þess að verða fyrstu viðskiptavinir í Danmörku í nýju versluninni.  Nokkrum mínútum fyrir opnun hafði röðin teygt sig yfir nánast alla 1. hæð verslunarmiðstöðvarinnar. 

Umboðsaðilarnir, Albert Þór Magnússon og eiginkona hans Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, hyggjast opna fleiri Lindex verslanir í Danmörku og einnig danska netverslun með skjótum sendingartíma innan skamms.

Fólk beið í tvö tíma í röð eftir að fyrsta …
Fólk beið í tvö tíma í röð eftir að fyrsta Lindex verslunin í Danmörku opnaði.

„Um þessar mundir fögnum við því að tíu ár eru síðan við byrjuðum að selja barnaföt í gegnum Facebook frá eldhúsborðinu heima. Það er því ótrúlegt að á þessum tímamótum fáum við tækifæri til að opna Lindex í höfuðborg kaupmannsins, Kaupmannahöfn fyrir svo miklum fjölda fólks.  Við erum gríðarlega þakklát fyrir móttökurnar og hlökkum mikið til að bjóða okkar viðskiptavinum áfram upp á tískuupplifun á heimsmælikvarða í framtíðinni,” segja Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK