Embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika laust til umsóknar

Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og með honum munu starfa þrír …
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og með honum munu starfa þrír varaseðlabankastjórar. Búið er að skipa tvo þeirra, þær Rann­veigu Sig­urðardótt­ur og Unn­i Gunn­ars­dótt­ur. Nú er auglýst eftir þeim þriðja. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forsætisráðuneytið auglýsir embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika laust til umsóknar. Forsætisráðherra skipar varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands til fimm ára í senn. Aðeins er hægt að skipa sama einstakling varaseðlabankastjóra tvisvar sinnum.

Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. 

Nýverið var greint frá því að Rann­veig Sig­urðardótt­ir aðstoðarseðlabanka­stjóri og Unn­ur Gunn­ars­dótt­ir, for­stjóri FME, hafi verið flutt­ar í starf vara­seðlabanka­stjóra.

Fram kemur í auglýsingu ráðuneytisins, að umsækjendur skuli hafa lokið háskólaprófi sem nýtist í starfi og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi auk þess að uppfylla önnur skilyrði lögum samkvæmt. Að auki verði eftirfarandi hæfnisviðmið lögð til grundvallar:

  • Þekking á helstu viðfangsefnum á sviði fjármálastöðugleika.
  • Þekking á laga- og regluumhverfi á sviði fjármálastöðugleika.
  • Færni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti bæði á íslensku og ensku.
  • Reynsla af alþjóðlegu samstarfi.
  • Reynsla af stjórnun og hæfileikar á því sviði.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.

Fram kemur að fjármála- og efnahagsráðherra muni skipa þriggja manna nefnd sem hefur það hlutverk að leggja mat á hæfni umsækjenda um embættið. Verður einn nefndarmaður skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabanka Íslands og einn án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 24. október 2019. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK