Dregur til tíðinda 15. október

mbl.is/Hari

15. október gæti orðið sögulegur dagur í íslenskri flugsögu miðað við upplýsingar sem koma frá heimildarmönnum ViðskiptaMoggans á flugmarkaði. Segja þeir að þann dag muni draga til tíðinda hjá bæði WAB og WOW 2, sem bæði hyggja á flugrekstur til og frá Íslandi.

Á bak við WAB, eða We Are Back, standa m.a. fyrrverandi starfsmenn hins fallna flugfélags WOW, með Svein Inga Steinþórsson, sem stýrði hagdeild WOW, þar í forsvari. Á bak við WOW 2 stendur bandaríska athafnakonan Michele Roosevelt Edwards, og nýtur hún liðsinnis almannatengilsins Gunnars Steins Pálssonar og lögmannsins Páls Ágústs Ólafssonar hér á landi.

Sagt var frá því í ViðskiptaMogganum á dögunum að samkvæmt heimildum yrði fyrsta flug WOW 2 frá Washington hingað til Íslands um miðjan október. Þessar fyrirætlanir virðast hafa raskast. Hins vegar er fullyrt að bókunarvefur félagsins sé langt kominn og fari í loftið á þessum degi, 15. október.

Fljúga í lok nóvember

Hvað WAB varðar segja heimildir á flugmarkaði að þennan sama dag muni WAB sýna spilin og senda frá sér fréttir um sín áform. Segja sömu heimildir að stefnt sé að því að fljúga fyrsta flug WAB undir lok nóvembermánaðar. Hingað til hafa forsvarsmenn WAB hins vegar varist allra frétta um það sem koma skal.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK