Mögulegur notendahópur telur hundruð milljóna

Hjálmar Gíslason stofnaði Grid fyrir rúmu ári síðan.
Hjálmar Gíslason stofnaði Grid fyrir rúmu ári síðan. Árni Sæberg

Hugbúnaðarfyrirtækið GRID, sem býr til skýrslugerðar- og útgáfutól sem vinnur með töflureiknum, s.s. Excel, eða Google Sheets, hyggst setja vöru fyrirtækisins á markað eftir áramót. Notendaprófanir eru nú í gangi og 2.500 manns eru á biðlista fyrir prófunarútgáfu (e. beta) sem kemur út á næstu vikum.

Hjálmar Gíslason stofnaði fyrirtækið fyrir rúmu ári en GRID hefur samtals hlotið 4,5 milljóna bandaríkjadala fjármögnun, um 560 milljónir króna, í tveimur lotum, fyrst upp á eina milljón bandaríkjadala í lok árs 2018 og síðan í mars á þessu ári, upp á 3,5 milljónir dala.

Hugbúnaður GRID byggist á því að gera notendum töflureikna kleift að koma efni sem þeir vinna í t.d. Excel á framfæri á einfaldan hátt, til viðbótar við aðgangsstýringu gagna, og einfaldar þannig margt í vinnuferli fyrirtækja.

„Ef fólk hefur tekið saman gögn í töflureikni en þarf síðan að deila því með öðrum, hvort sem það eru vinnufélagarnir eða hluthafar, þá er þetta mjög einfalt tól sem gerir fólki kleift að koma upplýsingum á framfæri á fallegan hátt,“ segir Hjálmar í samtali við ViðskiptaMoggann en að hans sögn gæti GRID á næstu 7-10 árum aflað árstekna upp á 10-15 milljarða króna, gangi áætlanir fyrirtækisins eftir.

Hér má sjá tilraunaverkefni GRID og Viðskiptaráðs sem útbjó svokallaða kolefnisreiknivél með hugbúnaði GRID sem leyfir fólki að að skoða hvaða atriði þurfi að uppfylla til þess að Ísland geti náð markmiðum Parísarsamkomulagsins. 

Lesa má viðtalið í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK