Tíu hug­mynd­ir til úr­slita í Gul­legg­inu

Gagnvirkur dómsalur í sýndarveruleika er meðal hugmynda sem keppa til …
Gagnvirkur dómsalur í sýndarveruleika er meðal hugmynda sem keppa til úrslita. Ljósmynd/Aðsend

Gagnvirkur dómsalur í sýndarveruleika til þess að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis fyrir að fara fyrir dóm er meðal þeirra hugmynda sem lentu í topp tíu í frumkvöðlakeppni Gulleggsins þetta árið, en yfir 150 hugmyndir voru sendar inn í keppnina.

Keppnin er haldin í 13. sinn og verða úrslitin kynnt 25. október. Sigurvegari Gulleggsins hlýtur að launum 1,5 milljónir króna í peningum og verðlaunagripinn Gulleggið sem í ár er hannaður af Írisi Indriðadóttur vöruhönnuði frá Listaháskóla Íslands.

Hugmyndirnar tíu sem keppa til úrslita:

Audios - Sjálfsleiðsagnarapp og lifandi upplýsingaveita sem glæðir borgarumhverfi þitt nýju lífi í hljóði og mynd.

Bazar - Hugbúnaður sem dregur úr kostnaði við fasteignakaup og færir fasteignaviðskipti inn í nútímann.

Dufl - Áreiðanlegur staðsetningarbúnaður á sjó.

Flóttinn - Ný tegund afþreyingar sem samtvinnar þrautaherbergi, tölvuleik og borðspil - allt heima í stofu.

GreenBytes - Hugbúnaður sem byggir á vitvélatækni (e. machine learning) til að minnka matarsóun og auka hagnað veitingastaða.

Reminiscence Squared - Megindleg rannsóknarlausn sem nýtir mátt hagrannsókna og fjármálastærðfræði til að greina smá og opin hagkerfi og verðbréfamarkaði þeirra. 

Statum - Gagnvirkur dómsalur í sýndarveruleika til þess að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis fyrir að fara fyrir dóm

Tré Lífsins - Tré lífsins mun bjóða upp á nýja valmöguleika við andlát. Boðið verður upp á skráningu sögunnar okkar og hinstu óska, gróðursetningu á öskunni ásamt tré og minningasíðu. Tré lífsins er óháð trúar- og lífsskoðunarfélögum.

VEGAnGERÐIN - Íslenskur grænn próteingjafi fyrir heimili og veitingastaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK