Skanna inn þúsundir ljósmynda á dag

Arnaldur Gauti Johnson segir gríðarleg tækifæri vera í Evrópu enda …
Arnaldur Gauti Johnson segir gríðarleg tækifæri vera í Evrópu enda er fyrirtækið það eina sinnar tegundar í álfunni. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirtækið IMS ehf., sem sérhæfir sig í að varðveita og selja sögulegar myndir, hefur til þessa skannað inn um tvær milljónir mynda í Reykjavík og er stór hluti þeirra kominn í sölu.

Fyrirtækið hefur þegar afgreitt um eina milljón mynda frá Daily Telegraph í Bretlandi.

„Við erum núna með samninga við Independent og Svenska Dagbladet í Svíþjóð og fleiri viðræður eru í gangi. Síðan erum við búnir að opna skrifstofu í Ríga í Lettlandi og ráða þar um átta til tíu manns. Þar erum við að vinna í því að koma upp miklu öflugri skönnum,“ segir Arnaldur Gauti Johnson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í umfjöllun um starfsemi þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK