Vaxtalækkanir hjá öllum stóru bönkunum

Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion banki hafa allir lækkað vexti eftir …
Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion banki hafa allir lækkað vexti eftir vaxtalækkun Seðlabankans í síðustu viku.

Allir stóru viðskiptabankarnir þrír hafa tekið ákvörðun um að bregðast við stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands með því að lækka vexti sína. Vaxtabreyting tók gildi hjá Arion banka í gær og í dag tóku breytingar á vaxtatöflum hjá bæði Landsbankanum og Íslandsbanka gildi.

Íslandsbanki kynnti vaxtalækkanirnar strax á þriðjudag, en þær tóku gildi í dag.

Arion banki lækkaði vextina í gær, en helstu breytingarnar eru þær að óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækka um 0,29 prósentustig og verða 5,49%. Þá lækka bílalán og bílasamningar um 0,25 prósentustig, almennir óverðtryggðir kjörvextir um 0,10 prósentustig og yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga um allt að 0,25 prósentustig.

Hvað innlán varðar munu breytilegir innlánsvextir bankans í mörgum tilfellum haldast óbreyttir þrátt fyrir stýrivaxtalækkun en þó munu vextir nokkurra innlánareikninga lækka um 0,05-0,25 prósentustig, samkvæmt tilkynningu á vef bankans.

Hjá Landsbankanum lækka fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 36 og 60 mánaða um 0,25 prósentustig og breytilegir óverðtryggðir vextir almennt um 0,05-0,25 prósentustig.

Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,10 prósentustig hjá Landsbankanum og hið sama gera breytilegir vextir bíla- og tækjafjármögnunar. Þá lækka yfirdráttarvextir um 0,25 prósentustig. Innlánsvextir almennra veltureikninga og verðtryggðir vextir eru óbreyttir, en aðrir innlánsvextir standa ýmist í stað eða lækka um 0,05-0,25 prósentustig, samkvæmt tilkynningu á vef bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK