„Ekki bestu eigendur alþjóðlegra Domino's-verslana“

Rekstur Domino's á Íslandi skilaði 455 milljóna króna hagnaði á …
Rekstur Domino's á Íslandi skilaði 455 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þrátt fyrir að við teljum íslenskan markað enn aðlaðandi hefur Domino's Pizza Group ákveðið að við séum ekki bestu eigendur alþjóðlegra Domino's-verslana, þar á meðal á Íslandi.“

Þetta segir Nina Arnott, markaðsstjóri breska Domino's Pizza Group sem hefur ákveðið að selja rekstur Domino's á Íslandi, í Svíþjóð og í Noregi og hætta þar með starfsemi utan Bretlands og Írlands.

Er taprekstur sagður ástæða ákvörðunarinnar, en rekstur Domino's í Noregi er sagður sérstaklega erfiður. Rekstur Domino's á Íslandi skilaði hins vegar 455 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. 

Arnott segir, í svari við fyrirspurn mbl.is, að söluferlið sé á byrjunarstigi og því sé ekki hægt að segja til um hversu langan tíma það muni taka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK