Áhrifin af kyrrsetningunni minni en búist var við

Útlit er fyrir að afkoma Icelandair verði talsvert betri á …
Útlit er fyrir að afkoma Icelandair verði talsvert betri á þessu ári en spár gerðu ráð fyrir og að áhrif af kyrrsetningu Boeing 737 MAX verði minni en óttast var. mbl.is/Sigurður Bogi

Útlit er fyrir að afkoma Icelandair á þessu ári verði umtalsvert betri en fyrri spár gerðu ráð fyrir, þrátt fyrir að enn sé ekki fyrirséð hvenær hægt verði að fljúga Boeing 737 MAX vélum félagsins á ný. Nú er gert ráð fyrir að afkoma félagsins fyrir skatta og fjármagnskostnað verði neikvæð um 35-55 milljónir Bandaríkjadali, en í ágúst hafði verið gert ráð fyrir neikvæðri afkomu upp á 70-90 milljón dali. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar nú seint í kvöld.

Icelandair mun birta uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung á fimmtudaginn, en í tilkynningunni kemur fram að þó uppgjörið sé ekki fullklárað sé ljóst að svokölluð EBIT afkoma, eða afkoma fyrir skatta og fjármagnskostnað, verði umtalsvert betri en áður hafði verið gert ráð fyrir.

Þá gerir félagið ráð fyrir betri afkomu á fjórða ársfjórðungi en áður hafði verið búist við. Meðal ástæða fyrir betri afkomu á þessu ári er að nú þegar ljóst er að 737 MAX vélarnar verða ekki teknar í notkun fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót, þá verður ekki af innleiðingakostnaði við að taka vélarnar í notkun á þessu ári, heldur færist það til næsta árs. Þá hefur félagið náð betri afkomu á leiðarneti sínu og bætt fjárstýringu auk þess sem áhrif af aðgerðum vegna kyrrsetningar MAX vélanna eru farin að skila sér.

Félagið gerir nú ráð fyrir að áætlaður kostnaður af kyrrsetningunni til dagsins í dag sé 110-120 milljón dalir á þessu ári.

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group og Bogi Nils …
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group og Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins, á síðasta uppgjörsfundi. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK