Landsbankinn lækkar vexti

Landsbanki Íslands hyggst lækka vexti.
Landsbanki Íslands hyggst lækka vexti. mbl.is/Halldór Kolbeins

Landsbankinn tilkynnti í dag að hann hyggist lækka vexti. Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 36 mánaða lækka um 0,2 prósentustig en fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða eru óbreyttir.

Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,15 prósentustig. Aðrir breytilegir vextir óverðtryggðra útlána lækka almennt um 0,1 til 0,25 prósentustig. Breytilegir vextir verðtryggðra íbúðalána lækka um 0,05 prósentustig og vextir verðtryggðra innlána lækka um 0,05 prósentustig.

Innlánsvextir á almennum veltureikningum eru óbreyttir og aðrir standa ýmist í stað eða lækka um allt að 0,25 prósentustig.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK