Selur í snyrtivörufyrirtæki fyrir 74 milljarða

Kylie Jenner er búin að selja meirihlutann í snyrtivörufyrirtækinu sínu …
Kylie Jenner er búin að selja meirihlutann í snyrtivörufyrirtækinu sínu fyrir 74 milljarða íslenskra króna. AFP

Raunveruleikaþáttastjarnan Kylie Jenner hefur selt meirihlutann í snyrtivörufyrirtæki sínu fyrir 600 milljónir dollara, jafnvirði um 74 milljarða íslenskra króna. Kaupandinn er stórfyrirtækið Coty, sem á meðal annars vörumerki eins og Burberry og Hugo Boss, samkvæmt frétt BBC um viðskiptin.

Vörulínur Jenner, Kylie Cosmetics og Kylie Skin, munu þannig færast undir meirihlutastjórn Coty. Jenner segir með þessu að hún sé að gera vörumerki sín enn öflugri.

Jenner er 22 ára gömul og öðlaðist frægð fyrir áralanga þátttöku sína í raunveruleikaþáttunum Keeping up with the Kardashians, ásamt öðrum úr Kardashian-Jenner fjölskyldunni.

Síðan hefur hún heldur betur gert það gott í snyrtivörubransanum, en bandaríska tímaritið Forbes greindi frá því að hún hefði selt vörur fyrir 360 milljónir bandaríkjadala í fyrra.

Jenner er talin yngsta manneskja sögunnar til þess að verða sjálfskapaður milljarðamæringur, í bandaríkjadölum dalið.

Kylie Jenner hefur byggt upp gríðarlega vinsælt snyrtivörumerki.
Kylie Jenner hefur byggt upp gríðarlega vinsælt snyrtivörumerki. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK