Schram ráðinn nýr forstjóri Norwegian

Jacob Schram nýr forstjóri Norwegian
Jacob Schram nýr forstjóri Norwegian Ljósmynd/Norwegian

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian hefur ráðið Jacob Schram sem nýjan forstjóra eftir að Bjørn Kjos sagði upp störfum í júlí. Rekstur félagsins hefur verið þungur undanfarið eftir erfiðleika við að færa sig í lengri flugleiðir og hefur það þurft hlutafjárinnspýtingu tvisvar frá fjárfestum á þessu ári til að halda velli. Vinnur það nú að langtímafjármögnun í samstarfi við fjárfesta.

Kjos stofnaði ásamt fleirum Norwegian árið 1993 og tók við sem forstjóri árið 2002. Hann breytti því svo í lággjaldaflugfélag og hefur það síðan vaxið gríðarlega. Rekstrarerfiðleikarnir urðu þó til þess að hann sagði af sér í júlí. Fjármálastjóri félagsins, Geir Karlsen, tók tímabundið við og var hann talinn líklegastur til vera ráðinn framtíðar forstjóri.

Hins vegar leitaði félagið til Schram sem hefur verið yfirmaður hjá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey og var áður forstjóri bensínstöðvahluta ríkisorkufyrirtækisins Statoil. Karlsen verður áfram fjármálastjóri.

Norwegian er í dag þriðja stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu og þótt Karlsen hafi leitt ýmiskonar hagræðingaraðgerðir telja greinendur enn að talsvert sé í land með að félagið nái stöðugleika í rekstri.

Í tilkynningu á vefsíðu Norwegian er haft eftir Schram að hans helsta markmið væri að gera félagið aftur arðbært.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK