Lánshæfi ríkissjóðs óbreytt

mbl.is/Hjörtur

Alþjóðlega mats­fyr­ir­tækið Fitch birti í dag mat á lánshæfi ríkissjóðs og eru lánshæfiseinkunnir óbreyttar. Langtímaeinkunnir í innlendri og erlendri mynt standa í A og skammtímaeinkunnir eru óbreyttar í F1+. Horfur eru stöðugar, að því er fram kemur í tilkynningu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu.

Í fréttatilkynningu Fitch segir að A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs endurspegli m.a. háa landsframleiðslu á mann og góða stöðu ríkisfjármála. Stærð hagkerfisins og takmarkaður fjölbreytileiki útflutnings draga einkunnina hins vegar niður.

Verulegur bati á efnahagsreikningi hins opinbera, studd varfærinni stefnu í opinberum fjármálum, ásamt frekari bata í ytri stöðu og viðnámsþrótti hagkerfisins til að bregðast við ytri áföllum, gætu leitt til hærri lánshæfiseinkunnar.

Viðvarandi og skarpari niðursveifla en gert er ráð fyrir með tilheyrandi áhrifum á bankakerfið, ásamt verulegu fjármagnsútflæði sem ógnað gæti fjármálastöðugleika, gæti leitt til lægri lánshæfiseinkunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK