18 sagt upp hjá Prentmeti Odda

Rúmlega 100 manns starfa hjá Prentmeti Odda.
Rúmlega 100 manns starfa hjá Prentmeti Odda. mbl.is/​Hari

Átján starfsmönnum Prentmets Odda var sagt upp í gær. „Við vonumst til þess að geta dregið sem flestar af þessum uppsögnum til baka, það er nú það sem við erum að vona,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í samtali við mbl.is. 

Í mars á þessu ári lá fyrir að samkomulag hefði náðst milli Prentmets og Odda um að Prentmet keypti alla prentvinnslu Odda ásamt tækjum. Kaupin voru gerð með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. Fyrr í þessum mánuði var síðan greint frá því að Prentmet hefði lokið kaupum á Prentsmiðjunni Odda og að nafn sam­einaðs fé­lags yrði Prent­met Oddi.

„Við erum að koma að rekstrinum sem hefur verið mjög slæmur í mörg ár Odda megin, en Prentmet er í góðum málum. Við neyðumst til að laga til í rekstrinum,“ segir Guðmundur í samtali við mbl.is.

Rúmlega 100 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu og að sögn Guðmundar eru margir þeirra sem var sagt upp með langan starfsaldur, en það var starfsfólk Odda fyrir sameiningu félaganna.

Aðspurður segir Guðmundur að starfsfólki hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun í gær.

„Þetta var erfiður dagur hjá öllum í gær. Við ákváðum að klára þetta á einu bretti í staðinn fyrir að draga þetta fram yfir jólin,“ segir Guðmundur sem vonar að hægt verði að draga sem flestar uppsagnir til baka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK