Draga verulega úr Ameríku- og Asíuflugi

Jacob Schram nýr forstjóri Norwegian.
Jacob Schram nýr forstjóri Norwegian. Ljósmynd/Norwegian

Stjórnendur norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian hafa ákveðið að leggja niður allt Ameríku- og Asíuflug frá Stokkhólmi og Kaupmannahöfn eftir að núverandi vetraráætlun flugfélagsins rennur út í lok mars á næsta ári.

Jacob Schram var ráðinn forstjóri Norwegian eftir að Bjørn Kjos sagði upp störfum í júlí. Rekstur félagsins hefur verið þung­ur und­an­farið og ákvörðunin sögð tekin í samræmi við stöðu félagsins.

Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að frá og með næsta vori verði einungis hægt að fara frá Skandinavíu til annarra heimsálfa frá Osló. Enn fremur kom fram að markaðurinn í Skandinavíu væri einfaldlega of lítill.

Áfram verður hægt að fljúga til Ameríku frá Spáni, Bretlandi, París og Róm.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK