Sænskur banki bendlaður við peningaþvætti

Bankastjóri SEB, Johan Torgeby.
Bankastjóri SEB, Johan Torgeby. AFP

Sænski bankinn SEB er sakaður um aðild að peningaþvætti í Eistlandi í þætti sænska sjónvarpsins Uppdrag Granskning í gærkvöldi. Þar kom fram að þáttastjórnendur hafa undir höndum lista með nöfnum 194 viðskiptavina bankans sem eru grunaðir um peningaþvætti í Eystrasaltsríkinu.

Kom fram í þættinum að upplýsingar væru um 2 þúsund millifærslur sem tengjast þekktum staðgenglum rússneskra fyrirtækja sem eru grunuð um peningaþvætti. Í þættinum á SVT kom fram að millifærslur upp á 475 milljónir sænskra króna, 6,1 milljarð króna, tengdust svonefndu Magnitsky-máli í Rússlandi. Peningarnir voru millifærðir í gegnum SEB.

Sergei Magnitsky var rússneskur skattalögmaður sem var handtekinn árið 2008 eftir að hafa sakað rússneska embættismenn um aðild að víðtækum skattsvikum. Hann lést í fangelsi í Moskvu árið 2009 eftir að hafa kvartað undan vondri meðferð í fangelsinu.

Í gærkvöldi sendi SEB frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að í gegnum bankann hafi farið fjármunir upp á tæplega 26 milljarða evra á tímabilinu 2005—2018 frá útlendum viðskiptavinum útibús bankans í Eistlandi sem ekki myndu í dag standast kröfur bankans um gagnsæi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK