Vilja styrkja varnir Kviku gegn peningaþvætti

Daníel Pálmason, regluvörður Kviku, og Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri og stofnandi …
Daníel Pálmason, regluvörður Kviku, og Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Lucinity. Ljósmynd/Aðsend

Kvika banki hefur fest kaup á peningaþvættisvarnarkerfi Lucinity, en með kaupunum hafa félögin hafið formlegt samstarf í baráttunni gegn peningaþvætti. 

Fram kemur í tilkynningu, að lausn Lucinity sé nýstárlegt varnarkerfi sem byggi á hjálpargreind og tryggi skilvirkari afgreiðslu peningaþvættismála ásamt því að lágmarka villuhættu. Þá segir, að hjálpargreindin geri það einnig að verkum að kerfið læri stöðugt og styrkist enn frekar með tímanum. 

Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri og stofnandi sprotafyrirtækisins Lucinity, segir í tilkynningu að hann líti á kaup Kviku „á lausn okkar sem skýr merki þess að bankinn ætli sér að vera í fararbroddi varna gegn peningaþvætti.“

Guðmundur bendir ennfremur á, að þrátt fyrir að bankar verji um 40 milljörðum Bandaríkjadala í varnir gegn peningaþvætti árlega sé um 2-5% af vergri landsframleiðslu heimsins þvættuð í gegnum fjármálakerfið. 

„Þetta telur meira en 2.400 milljarða dollara samkvæmt skrifstofu SÞ. Það ætti ekki að koma á óvart að eftirlitskerfi nútímans, sem að mestu byggja á einföldum reglum, eigi í erfiðleikum með að halda í við markað peningaþvættis. Iðnaður af þessari stærðargráðu hefur augljósa hvata og feykinóg fjármagn til að finna sífellt frumlegri leiðir til þess að þvætta peninga,“ bendir Guðmundur á.

Daníel Pálmason, regluvörður Kviku, segir í tilkynningunni að Kvika banki standi í þeirri trú að lausn Lucinity muni styrkja varnir bankans gegn peningaþvætti umtalsvert og leika lykilhlutverk í áhættumiðuðu eftirliti í samræmi við nýjar lagakröfur. 

Marínó Örn Tryggvason, bankastjóri Kviku, segir enn fremur í tilkynningunni að það sé ánægjulegt að geta stofnað til samstarfs við íslenskt sprotafyrirtæki „sem við trúum að verði leiðandi afl á alþjóðlegum markaði þegar kemur að gæðum og skilvirkni varnarkerfa gegn peningaþvætti.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK