Gagnrýna skuldasöfnun Reykjavíkur

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. mbl.is/Eggert

„Heildarskuldir og skuldbindingar borgarinnar á síðustu 9 mánuðum fara úr því að vera 324 milljarðar króna í 348 milljarða. Þetta þýðir hækkun upp á 24 milljarða eða ríflega 2,5 milljarðar á mánuði. Á hverja fjögurra manna fjölskyldu í borginni hafa heildarskuldir því hækkað um 750 þúsund krónur á aðeins 9 mánuðum,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá því í dag, en níu mánaða uppgjör borgarinnar var kynnt í borgarráði í morgun.

Í fréttatilkynningu borgarinnar um uppgjörið var haft eftir Degi B. Eggertssyni að rekstur borgarinnar væri á öruggri siglingu þrátt fyrir að hægt hefði nokkuð á hagkerfinu, en því eru sjálfstæðismenn í borgarráði ekki sammála.

„Það verður vandséð að þessi skuldaþróun sé dæmi um „ábyrga fjármálastjórn“ eins og fulltrúum Viðreisnar er svo tíðrætt um. Vandséð er að þessi útkoma sé í samræmi við yfirlýsingar borgarstjóra um að borgin sé að skila „góðum afgangi“. Þetta sýnir að forsendur samstarfsins eru brostnar þar sem gert var ráð fyrir að skuldir yrðu greiddar niður í Meirihlutasáttmálanum,“ segir í bókun sjálfstæðismanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK