Reksturinn jákvæður um 8,3 milljarða

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Golli

Rekstrarafkoma ríkissjóðs fyrstu níu mánuði ársins var jákvæð um 8,3 milljarða króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 29,5 milljarða. Rekstrarafkoma er því 21,2 milljörðum lægri en áætlað var. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Tekjur tímabilsins án fjármunatekna námu 588,7 milljörðum króna og eru 16,4 milljörðum lægri en áætlun gerði ráð fyrir. Helstu frávik eru minni innheimta á tekjuskatti lögaðila upp á 4,5 milljarða króna, virðisaukaskatti upp á 3,1 milljarða króna, vörugjöld af ökutækjum og eldsneyti upp á 3,4 milljarða króna og sala losunarheimilda upp á 1,9 milljarða króna.

Gjöld tímabilsins án fjármagnsgjalda voru 577,3 milljarðar króna sem er 3,7 milljörðum hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Fjármagnsjöfnuður er 1,1 milljarði króna lakari en áætlað var. Handbært fé frá rekstri er jákvætt um 30,0 milljarða króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK