Rauður morgunn í Kauphöllinni

Gengi bréfa í nærri öllum fyrirtækjum sem skráð eru á …
Gengi bréfa í nærri öllum fyrirtækjum sem skráð eru á markað í Kauphöllinni hefur lækkað í morgun. mbl.is/Kristinn

Gengi bréfa í nærri öllum fyrirtækjum sem skráð eru á markað í Kauphöllinni hefur lækkað í morgun. Eimskip, Origo og Iceland Seafood International eru einu félögin sem hafa hækkað, Eimskip mest eða um 3,1% þegar þetta er skrifað. Eimskip sagði frá því í gær að félagið ætlaði að hefja endurkaup hlutabréfa.

Lækkanir voru nokkuð skarpar í fyrstu viðskiptum dagsins hjá mörgum félögum, en síðan hefur gengið leitað aftur upp að upphafsgengi dagsins.

Í frétt Viðskiptablaðsins kemur fram að markaðsaðilar tengi lækkunina við það að Kauphöllin hafi ekki komist inn á lista MSCI yfir vaxtarmarkaði, en vonir höfðu verið bundnar við það að íslenski hlutabréfamarkaðurinn kæmist inn í vísitölumengi MSCI og það myndi snúa við þeirri þróun að erlent fjármagn hefur verið að leita aftur úr landi.

MSCI hefur verið með það til skoðunar að skilgreina íslenska markaðinn í flokk vaxtarmarkaða (e. frontier status) en greint var frá því um helgina að af því myndi ekki verða, enn um sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK