Hugbúnaður eflir starf FME

mbl.is/Ómar

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur tekið í notkun nýjan eftirlitshugbúnað, Scila Surveillance, og mun hann sinna markaðseftirliti í þeim tilgangi að sporna við markaðsmisnotkun og innherjaviðskiptum. Hugbúnaðurinn sem fylgist með mörkuðum í rauntíma er frá sænska fyrirtækinu Scila AB sem starfrækt er í Stokkhólmi og sérhæfir sig í gerð eftirlitshugbúnaðar.

„Við seljum hugbúnaðinn okkar til eftirlitsaðila, kauphalla og ýmissa aðila á fjármálamarkaði svo sem banka,“ segir Lars Gräns, sölustjóri Scila, og bætir við að fyrirtækið sinni nú um 50 viðskiptavinum í um 20 löndum.

Sjálfvirk greining

„Kerfið tengist svokölluðum frumkerfum sem framleiða gögn eins og kauphallirnar. Þannig fáum við upplýsingar um öll viðskipti sem eiga sér stað og í ýmsum tilvikum tengjumst við fleiri kerfum í einu til að mynda fleiri kauphöllum. Við tökum þessi gögn og keyrum þau í gegnum algrím sem kortleggja hreyfingar á markaði. Við erum með um hundrað algrím sem greina markaðshegðun sem getur gefið vísbendingar um innherjaviðskipti, markaðsmisnotkun eða sýndarviðskipti (e. layering/spoofing),“ útskýrir Gräns.

Þegar kerfið greinir óeðlilega hegðun á markaði sendir það frá sér tilkynningu til notandans sem þá getur séð tilefni til þess að rannsaka málið frekar, að sögn Gräns. Sé ástæða til þess að hefja skoðun er stofnuð málaskrá og safnast þau gögn sem tengjast umræddu máli í hana og er hún aðgengileg fyrir þá starfsmenn sem sinna umræddu eftirliti, sem um sinn auðveldar samskipti innan og milli deilda.

Persónuvernd tryggð

Spurður hvernig sé tryggt að hugbúnaðurinn uppfylli ströng persónuverndarskilyrði laga, svarar Gräns að flestir eftirlitsaðilar, eins og í tilfelli FME, hýsi hugbúnaðinn í eigin kerfum og að fyrirtækið hafi ekki aðgang að þeim. „Það eru tilfelli þar sem við hýsum eftirlitskerfið fyrir viðskiptavin, en þá liggja fyrir samningar sem varða meðal annars skilyrði GDPR (persónuverndartilskipun ESB).“

„Fjármálaeftirlitið hefur í nokkurn tíma verið að skoða að fá svona kerfi og var farið í útboð sem lauk sumarið 2018 og síðan þá hefur átt sér stað mikil vinna við að innleiða kerfið frá Scila. Það er síðan nýlega sem við innleiddum það að fullu,“ segir Páll Friðriksson, framkvæmdastjóri markaða og viðskiptahátta hjá Fjármálaeftirlitinu.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu 13. desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK