Samruni Olís og Mjallar-Friggjar samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Olíuverzlunar Íslands ehf, dótturfélags Haga hf, …
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Olíuverzlunar Íslands ehf, dótturfélags Haga hf, á öllu hlutafé í Mjöll Frigg ehf. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Olíuverzlunar Íslands ehf., dótturfélags Haga hf., á öllu hlutafé í Mjöll Frigg ehf. Hafa Olís og Samkeppniseftirlitið gert með sér sátt og með henni tekur samruninn gildi.

Tilkynnt var um kaupin í lok apríl í fyrra og var þá gerður kaupsamningur milli Olís og seljenda sem eru Ölgerðin Egill Skallagrímsson og stjórnendur Mjallar Friggjar, með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Olís, fagnar samþykkt samrunans og haft er eftir honum í tilkynningu að nú verði hafist handa við að veita viðskiptavinum enn betri og víðtækari þjónustu en áður. „Vörur, þjónusta og reynsla Mjallar Friggjar eru kærkomin viðbót við þá flóru sem Olís býður viðskiptavinum sínum upp á og endurspegla kaupin stefnu félagsins til framtíðar,“ segir  Jón Ólafur. 

Mjöll Frigg hefur frá árinu 1929 framleitt hreinlætisefni fyrir heimili og iðnað og er stærsti framleiðandi á hreinlætisvörum á Íslandi. Á rekstrarárinu 2018/2019 námu tekjur félagsins 663 milljónum króna. 

Með samrunanum eru sett skilyrði sem ætlað er að vernda virka samkeppni á þeim mörkuðum sem samruninn nær til.

Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins vegna samrunans

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK