Kristinn Már til Póstsins

Kristinn Már Reynisson.
Kristinn Már Reynisson. Ljósmynd/Aðsend

Kristinn Már Reynisson hefur verið ráðinn til Póstsins hvar hann gegnir nú stöðu lögfræðings. Kristinn starfaði síðast hjá Samkeppniseftirlitinu, en þar áður starfaði hann hjá Fjeldsted og Blöndal lögmannsstofu. 

Kristinn er með meistaragráðu frá lagadeild Háskóla Íslands og LL.M. meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Stokkhólmi. Hann starfaði um árabil við laga- og viðskiptafræðideild Háskólans í Árósum þar sem hann sinnti rannsóknum á stjórnarháttum og ábyrgðum félagasamstæðna og viðskiptum tengdra aðila. 

Í Árósum gegndi Kristinn stöðu lektors auk þess sem hann hlaut doktorsgráðu vegna rannsókna sinna. Meðfram því starfi var Kristinn gestafræðimaður við Columbia Law School og UC Berkeley Law School. 

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni sem mér er treyst fyrir og ég er þess fullviss að það verði bæði skemmtilegt og krefjandi. Að koma hingað til Póstsins á þessum tímapunkti er gríðarlega spennandi, en fyrirtækið er að taka miklum breytingum og ég hlakka mikið til verkefnisins,“ segir Kristinn Már.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK