Uppsagnirnar erfiðar en nauðsynlegar

Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors.
Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Ljósmynd/Valitor

„Þetta eru alltaf erfiðar breytingar, en nauðsynlegar til þess að snúa tapi yfir í hagnað. Það er það sem við stefnum að því að ná fram með þessum breytingum,“ segir Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, um uppsagnir 60 starfsmanna fyrirtækisins í samtali við mbl.is.

Í tilkynningu frá Valitor frá því í dag kom fram að í framhaldi af samþykkt stjórnarfundar Valitors hefði verið hafist handa við endurskipulagningu á félaginu til að styrkja kjarnastarfsemi þess og snúa við taprekstri. Starfsfólki Valitors á Íslandi, í Bretlandi og Danmörku fækkar um 60 manns í kjölfar breytinganna og þar af hefur níu manns verið sagt upp hér á landi.

Starfsemi Valitors á Íslandi verður áfram grunnurinn

„Meginþunginn í breytingunum er erlendis hjá okkur, í okkar starfsemi í Bretlandi og í Danmörku, en mun minna á Íslandi. Við erum einbeitt í því að snúa við rekstrinum og þessar aðgerðir eru mikilvægur liður í því,“ útskýrir Viðar og heldur áfram:

„Við erum með mjög öfluga starfsemi á Íslandi sem er okkar grunnur og verður áfram og erum auk þess með okkar alþjóðlegu starfsemi og þannig horfum við fram á veginn.“

Engum Íslendingi sagt upp störfum erlendis

Viðar gat ekki tjáð sig að svo stöddu um skiptingu fjölda uppsagna milli Bretlands og Danmerkur en gat staðfest að engum Íslendingi hefði verið sagt upp störfum þar.

Megum við eiga von á frekari breytingum hjá Valitor, hér á landi eða erlendis?

„Það er ekkert fyrirhugað en auðvitað er það þannig í viðskiptum að allt getur tekið breytingum en það er ekkert fyrirhugað í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK