Segir Hlemm Square gjaldfært og standa vel

Klaus Ortlieb, eigandi Hlemms Square, hefur litlar sem engar áhyggjur …
Klaus Ortlieb, eigandi Hlemms Square, hefur litlar sem engar áhyggjur af því að nauðungarsala á húsnæði hótelsins fari fram. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er allt í góðu á Hlemmi Square og við erum spennt fyrir nýja árinu. Við erum í viðræðum við skattyfirvöld og höfum fengið greiðslufrest,“ segir Klaus Ortlieb, eigandi Hlemms Square, í samtali við mbl.is.

Greint var frá því fyrr í dag að ríkisskattstjóri hefði farið fram á að húsnæði Hlemms Square við Laugaveg 105 yrði boðið upp á nauðungarsölu vegna vangreiddra gjalda að fjárhæð um 47 milljónir króna. Auglýsing þess efnis birtist í Lögbirtingablaðinu í gær og samkvæmt henni á fyrirhugað nauðungaruppboð að fara fram 6. febrúar, verði ekki búið að greiða skuldir við skattyfirvöld.

Hlemmur Square er við Laugaveg 105.
Hlemmur Square er við Laugaveg 105. mbl.is/Styrmir Kári

Eignastaða Hlemms Square er góð

Klaus segir að nauðungarsalan muni ekki fara fram enda muni málið leysast fljótlega. Hlemmur Square standi vel að vígi, hafi alltaf greitt öllum starfsmönnum laun á réttum tíma og eigi fasteignir að andvirði um 700 milljónir króna en skuldi skattyfirvöldum þó ákveðna fjárhæð.

„Við höfum verið í viðræðum við skattyfirvöld síðan fyrir jól varðandi það sem við skuldum þeim. Að fara fram á nauðungarsölu er eitthvað sem ríkisskattstjóri verður að gera lögum samkvæmt til að verja sína hagsmuni en það mun ekki koma til nauðungarsölu,“ segir Klaus.

„Í sannleika sagt þá munum við leysa þessi mál. Við eigum í góðu sambandi við skattyfirvöld og höfum ekki hundsað þau. Hlemmur Square er í góðum málum og við horfum björtum augum fram á við,“ bætir hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK