Talið að verð sérbýlis hækki ekki í ár

Sérfræðingar telja að raunverð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu breytist lítið í …
Sérfræðingar telja að raunverð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu breytist lítið í ár mbl.is/ÞÖK

Sérfræðingar telja ekki útlit fyrir raunverðshækkanir á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu í ár. Er talið að hlutfallslega lítið framboð af nýju sérbýli hafi ekki áhrif til hækkunar.

Talning Samtaka iðnaðarins í haust sýndi að 328 sérbýli voru þá fokheld eða lengra komin á svæðinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinnu í dag.

Til samanburðar voru þar 4.656 íbúðir í fjölbýlishúsum á sama stigi. Það þýðir að 14,2 íbúðir eru komnar á þetta stig fyrir hvert sérbýli sem er jafnlangt komið, en fjöldi einbýlishúsa er smíðaður af einstaklingum til eigin nota og fer því ekki í almenna sölu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK