1.000 fyrirtæki opna í Bretlandi

City-hverfið í London hefur um langan aldur verið helsta fjármálamiðstöð …
City-hverfið í London hefur um langan aldur verið helsta fjármálamiðstöð Evrópu. Ljósmynd / TOBY MELVILLE

Yfir 1.000 bankar, eignastýringarfyrirtæki og önnur fjármálafyrirtæki sem starfa innan Evrópusambandsins vinna nú að því að opna skrifstofur í Bretlandi í kjölfar þess að Brexit verður að veruleika í lok mánaðarins.

Þetta munu fyrirtækin gera í því skyni að geta þjónustað viðskiptavini sína í Bretlandi eftir að landið gengur úr ESB, að því er fram kemur í frétt Reuters um málið.

Þar er rætt við fulltrúa ráðgjafafyrirtækisins Bovill sem segir að fyrsta skref fyrirtækjanna muni felast í því að fá tímabundna heimild til þess að halda úti þjónustu sinni innan Bretlands eftir 31. janúar. Í flestum tilvikum er um að ræða fyrirtæki sem fram til þessa hafa getað þjónustað viðskiptavini sína í Bretlandi frá öðrum löndum innan ESB.


„Þessar tölur sýna að mörg fyrirtæki sjá Bretland sem mikilvægustu fjármálamiðstöð Evrópu,“ segir Michael Johnson, ráðgjafi hjá Bovill.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK