Ganga til liðs við Coca-Cola á Íslandi

Lilja Rut Traustadóttir, Eggert H. Sigmundsson og Hafrún Pálsdóttir.
Lilja Rut Traustadóttir, Eggert H. Sigmundsson og Hafrún Pálsdóttir. Samsett mynd

Lilja Rut Traustadóttir, Eggert H. Sigmundsson og Hafrún Pálsdóttir hafa gengið til liðs við Coca-Cola European Partners á Íslandi.

Fram kemur í tilkynningu, að Lilja Rut veiti nú forystu gæða-, umhverfis-, heilsu- og öryggismálum hjá fyrirtækinu. Þar eru um 160 starfsmenn, þar af um 100 á vörustjórnunarsviði við framleiðslu, í vöruhúsi og dreifingu, bæði í Reykjavík og á Akureyri. 

Lilja Rut hefur stjórnendareynslu í gæða-, öryggis- og heilsumálum, en hún starfaði hjá Gæðabakstri – Ömmubakstri í tæp 7 ár, fyrst sem gæðastjóri og síðar sem gæða- og mannauðsstjóri, að því er segir í tilkynningu. Þar áður starfaði hún í heilsugeiranum sem ráðgjafi og þjálfari. Lilja Rut hefur starfsleyfi sem næringarfræðingur, lauk mastersgráðu í næringarfræði árið 2016 frá Háskóla Íslands og B.Sc.-gráðu í næringarfræði frá sama skóla árið 2012. Hún er gift Jóni Kolbeini Guðjónssyni verkfræðingi og eiga þau tvö börn. 

Eggert er nýr forstöðumaður Víking brugghúss sem er í eigu Coca-Cola European Partners á Íslandi. Hjá Víking brugghúsi vinna 27 starfsmenn og þar eru framleiddar fjölmargar bjórtegundir. 

Eggert hefur verulega stjórnunarreynslu í matvælaiðnaði en hann starfaði sem framleiðslustjóri hjá Norðlenska matborðinu síðastliðin 12 ár. Hann lauk B.Sc í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2004. Eggert er giftur Sólrúnu Óladóttur iðjuþjálfa og eiga þau þrjú börn á aldrinum 6-18 ára, að því er fram kemur í tilkynningu.

Hafrún Pálsdóttir er nýr sölustjóri á veitingamarkaði hjá Coca-Cola á Íslandi en hún, ásamt öflugu söluteymi, ber ábyrgð á sölumálum á veitingamarkaði um land allt. 

Hafrún hefur mikla reynslu af sölu og stjórnun en hún starfaði síðastliðin 10 ár við sölumál flugfélaga, þar af 7 ár hjá WOW air sem forstöðumaður á sölu- og markaðssviði. Hún útskrifaðist með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2009 og er gift Óskari Sigurðssyni viðskiptafræðingi og eiga þau saman eina dóttur, að því er fyrirtækið segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK