Birna lækkar í launum milli ára

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, lækkuðu um 12,6 milljónir milli áranna 2018 og 2019, auk þess sem mótframlag í lífeyrissjóði var 2,1 milljón lægra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársreikningi bankans sem birtur var í dag.

Laun Birnu eru sögð vera 50,9 milljónir í fyrra, eða sem nemur 4,24 milljónum á mánuði. Til viðbótar bætast 11,9 milljónir í mótframlag í lífeyrissjóð, eða tæplega ein milljón á mánuði.

Laun hennar árið áður voru 63,5 milljónir, eða 5,3 milljónir á mánuði, auk 14 milljóna mótframlags.

Fram kemur í ársreikningnum að Birna hafi fengið 3,9 milljónir í kaupauka sem vannst árið 2014. Í fyrra fékk hún 4,1 milljón vegna kaupauka sem vannst árið 2015. Á þessu ári verður svo gerður upp kaupauki vegna ársins 2016, en það er lokagreiðsla vegna kaupaukakerfis sem hefur ekki verið virkt frá byrjun árs 2017.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK