Stjórn VR í sóttkví

Stjórn VR er að mestu í sóttkví en ekki formaðurinn, …
Stjórn VR er að mestu í sóttkví en ekki formaðurinn, sem er nýsloppinn úr slíkri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stór hluti stjórnar stéttarfélagsins VR hefur verið settur í sóttkví eftir að einn stjórnarmaður greindist með kórónuveiruna. Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, í samtali við mbl.is. RÚV greindi fyrst frá.

Umræddur stjórnarmaður fékk að vita á sunnudag að hann væri smitaður en stjórn félagsins hafði fundað á miðvikudag. Aðspurður segir Ragnar að sóttkvíin hafi ekki mikil áhrif á starfsemi stjórnarinnar. „Öll vinna fer meira og minna fram í fjarvinnu. Við erum í góðu símasambandi og notum fjarfundarbúnað,“ segir Ragnar. Hann er sjálfur nýsloppinn úr sóttkví, en hann flaug heim frá München 2. mars eftir að hafa verið á skíðum í Austurríki.

Helmingur starfsfólks VR vinnur nú heiman frá. Ragnar segir félagið búa að góðu skipulagi um vinnu að heiman eftir að svínaflensan gekk yfir fyrir um áratug. Búið sé að koma upp vinnuaðstöðu fyrir alla starfsmenn heima og allir fundir séu nú teknir í gegnum síma eða á netinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK