Bréf í Icelandair halda áfram að falla

Bréf Icelandair lækkuðu um 13% í dag, eftir að hafa …
Bréf Icelandair lækkuðu um 13% í dag, eftir að hafa lækkað um 18% í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlutabréf í Icelandair héldu áfram að falla í viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Lækkuðu þau um 13% í 39 milljóna viðskiptum. Gengi bréfa félagsins stendur nú í þremur krónum á hlut.

Ekki var jafn dökkt yfir markaðinum að öðru leyti eins og í gær, en þá lækkaði úrvalsvísitalan um 5,22% og gengi hlutabréfa Icelandair um 18%.

Í dag hækkuðu meðal annars bréf Festar um 5,8%, Eik um 4,6%, Haga um 4,2% og VÍS um 3,1%.

Iceland Seafood lækkaði hins vegar um 3,6% og Sýn um 2,7%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,16% í viðskiptum dagsins.

Efnisorð: Icelandair
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK