Hvetja lífeyrissjóði til að halda að sér höndum

Landssamtök lífeyrissjóða hvetja alla lífeyrissjóði til að halda að sér höndum um gjaldeyriskaup á næstu þremur mánuðum í ljósi þess að útflutningstekjur landsins munu fyrirsjáanlega dragast saman tímabundið. Þetta kemur fram á vefsíðu landssamtakanna.

Þar er bent á að viðskiptaafgangur síðustu ára hafi gefið lífeyrissjóðum svigrúm til þess að fjárfesta erlendis og ná fram áhættudreifingu í eignasafni sínu.

„Sjóðirnir eru í eigu almennings og því mikilvægt að þeir sýni ríka samfélagslega ábyrgð þegar kemur til fjárfestinga og viðbragða í okkar samfélagi á óvissutímum,“ segir í hvatningunni.

Landssamtökin funduðu með seðlabankastjóra í dag, en fjallað var um þá óvissu sem nú er til staðar í efnahagsmálum landsins. Er hvatningin send út í kjölfar þess fundar.

„Þykir mikilvægt að sjóðirnir leggi sitt af mörkum við að styðja við íslenskt samfélag og stuðla þannig að stöðugleika þegar gefur á bátinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK