Krónan heldur áfram að veikjast

Þegar gengisvísitalan hækkar þá þurfum við að greiða hærra verð …
Þegar gengisvísitalan hækkar þá þurfum við að greiða hærra verð fyrir erlenda gjaldmiðla. Evran hefur t.a.m. hækkað um 11 kr. á hálfum mánuði. AFP

Gengisvísitalan hefur hækkað undanfarna daga og stendur hún nú í 199,87 stigum samkvæmt skráningu á vef Landsbankans. Hún hefur ekki verið hærri í fimm ár. Þetta þýðir að erlendu gjaldmiðlarnir eru að hækka í verði og krónan þar með að veikjast. 

Á vef Seðlabanka Íslands kemur fram að miðgengi bandaríkjadals sé nú 135,21 kr., evran 151,2 kr. og pundið 166,52 kr.

Í byrjun mánaðarins kostaði dalurinn 127 kr., evran 140 kr. og pundið 162 kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK