Volkswagen lokar verksmiðjum

Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg.
Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg. AFP

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen undirbýr nú að loka flestum verksmiðjum fyrirtækisins í Evrópu vegna kórónuveirunnar.

Veiran hefur haft bæði áhrif á birgja sem ekki hafa getað framleitt fyrir fyrirtækið og eftirspurn eftir bifreiðum.

Framleiðsla VW stöðvast á Spáni, í Setubal í Portúgal, Bratislava í Slóvakíu og í verksmiðjunum í Lamborghini og Ducati á Ítalíu fyrir vikulok, segir forstjóri VW, Herbert Diess. Sama á við um verksmiðjur í Þýskalandi og víðar þar sem þær verða lokaðar í tvær til þrjár vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK