20% hækkun á Icelandair

Bréf Icelandair hafa hækkað umtalsvert í Kauphöllinni í dag eftir …
Bréf Icelandair hafa hækkað umtalsvert í Kauphöllinni í dag eftir mikla lækkunarhrinu síðasta mánuðinn.

Hlutabréf í Icelandair hafa hækkað um 20% í um 53 milljón króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þrátt fyrir þessa skörpu hækkun í dag nemur lækkun félagsins á síðasta mánuði enn þá um 68%.

Gengi bréfa Icelandair stendur núna í 3,6 krónum á hlut, en við opnun markaða í morgun var gengi bréfanna 3 krónur á hlut. Fyrir mánuði voru bréfin í 8,5 krónum á hlut, en með frekari fréttum um útbreiðslu kórónuveirunnar og efnahagslegum afleiðingum samhliða hafa bréf félagsins lækkað verulega.

Fyrr í dag kynnti Seðlabankinn um lækkun stýrivaxta í 1,75% og að aflétta ætti 2% kröfu um sveiflu­jöfn­un­ar­auka, en talið er að það muni hafa já­kvæð áhrif til banka og fjár­mála­stofn­ana til að auka svig­rúm til nýrra út­lána um allt að 350 millj­arða. 

Þrátt fyrir hækkun Icelandair heftur orðið umtalsverð lækkun á fjölmörgum fyrirtækjum, meðal annars fasteignafélögum og tryggingafélögum.

Mesta lækkunin er á Arion banka, en bréf bankans hafa lækkað um 7,8%. Reitir fasteignafélag hefur lækkað um 7%. Eik um 4,4% og Reginn um 3,4%.

Bréf TM hafa lækkað um 3,4%, Sjóvá hefur farið niður um 1,7% og VÍS um 0,2%.

Meðal annarra fyrirtækja sem hafa lækkað í dag er Eimskipafélagið og Síminn, en bréf þeirra hafa lækkað um 4%.

Bréf Iceland seafood hafa hins vegar hækkað um 2,8% og Marels um 0,6%.

Efnisorð: Icelandair
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK