Loka fimm hótelum af sjö

CenterHótel Plaza við Ingólfstorg.
CenterHótel Plaza við Ingólfstorg.

Kristófer Oliversson, eigandi CenterHótela, segir fimm af sjö hótelum keðjunnar verða lokað vegna gríðarlega afbókana síðustu daga. „Við þurftum að færa starfsfólk úr gestamóttöku og setja upp sérstaka bókunardeild til að taka á móti afbókunum því við höfðum ekki undan. Þetta er að deyja út næstu vikurnar,“ segir Kristófer.

Páll L. Sigurjónsson, forstjóri KEA-hótela, sagði félagið hafa lokað Hótel Apóteki tímabundið vegna fækkunar ferðamanna. Til skoðunar sé að sameina tímabundið rekstur fleiri KEA-hótela í Reykjavík en þau eru alls sjö þar.

Hann segir KEA-hótelin munu standa þennan storm af sér. Hins vegar þurfi að koma til meiri aðgerða en nú hafa verið kynntar.

Margt þarf að ganga upp

„Það er engin launung að margt þarf að koma til svo þetta gangi upp. Það þurfa allir að gera sitt. Hvort sem það er ríkið, bankar, leigusalar, launþegar eða rekstraraðilar.“

Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, segir þann möguleika að loka hótelum verða ræddan á stjórnarfundi í dag. Keðjan hefur þegar leigt Fosshótel Lind undir sóttkví vegna kórónufaraldursins.

Fulltrúar fleiri hótela taka í sama streng í umfjöllun Morgunblaðsins um þessi mál í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK