Seðlabanki Evrópu grípur til aðgerða

Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu.
Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu. AFP

Seðlabanki Evrópu hefur virkjað neyðaráætlun bankans en ætlunin er að setja 750 milljarða evra í neyðaraðgerðir í baráttunni gegn kórónuveirunni. Bankinn mun meðal annars kaupa skuldir ríkisstjórna og fyrirtækja á evrusvæðinu. Þar á meðal Grikklands og Ítalíu. 

Seðlabankastjóri Evrópu, Christine Lagarde, segir að bankinn muni gera hvað sem er til þess að verja evruna. Undanfarnar vikur hafa seðlabankar og ríkisstjórnir víða um heim tilkynnt um aðgerðir vegna kórónuveirunnar. 

Litlar breytingar hafa orðið á hlutabréfavísitölum í Evrópu frá opnun markaða klukkan 8 að íslenskum tíma þrátt fyrir boðaðar aðgerðir Seðlabanka Evrópu.

Aðgerðir bankans höfðu sýnileg áhrif á olíumarkaði fyrst í morgun en svo virðist sem dregið hafi úr því þegar leið á daginn í Asíu. Verð á West Texas Intermediate-hráolíu hækkaði um tæp 12% og voru viðskipti í Asíu með olíuna á 22 Bandaríkjadali tunnan. Brent Norðursjávarolía hækkaði um 4,6% á mörkuðum í Asíu og er nú skráð á 26 Bandaríkjadali tunnan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK